K18
leave-in molecular repair hair mask
leave-in molecular repair hair mask
Hvernig virkar K18 maskinn?
K18Peptíð er einkaleyfisvarið og ber amínósýrur inn í meginlag hársins (e.cortex) til þess að tengja saman brotin bönd og keratínkeðjur. Með því verður hárið eins og nýtt á 4 mínútum.
Þessa viðgerð má nota strax eftir meðferð sem hefur skaðað hárið en hún er einnig góð til daglegrar umhirðu og heldur hárinu í sínu besta ástandi.
K18 gerir allar hártýpur sterkari, mýkri og léttari.
K18 Peptíð umbreytir verulegum skaða í hári eftir meðferðir og hitaskemmdir í nánast upprunalegt ástand hársins sem við þekkjum úr æsku. Sjáanlegur munur eftir eina notkun.
K18 gefur árangur sem helst í gegnum hárþvotta. Þessi einstaka og virka meðferð verður náttúrulegur hluti af hárinu, líkir eftir uppbyggingu þess þannig að það kemst aftur í sitt upprunalega ástand strax eftir meðferð og styrkist verulega með tímanum.
Öll efnameðferð sem inniheldur ,,alkaline“ brýtur niður keratínkeðjurnar sem halda hárinu heilu og sterku. K18 er fyrsta varan í sögunni sem tengir aftur saman brotnar keratínkeðjur.
Hvað er K18 Peptíð?
K18 Peptíð er einstök röð amínósýra sem örva hárstöngulinn og tengja saman brotin bönd, bæði í meðferð á hárgreiðslustofu sem og við heimameðferð.
Það er vísindalega sannað að K18 Peptíð kemur hárinu í sitt upprunalega ástand og árangurinn þvæst ekki úr.
Teymi evrópskra vísindamanna hefur þróað K18 Peptíð í umfangsmiklum rannsóknum sem staðið hafa yfir í áratug. K18 Peptíð finnst aðeins í K18 vörunum.
Hvað gerir K18 Mist?
K18 Mist er létt sprey sem styrkir hár fyrir efnameðhöndlun.
Samkvæmt vísindarannsóknum hefur verið sannað að K18 Mist gerir við hárið á einungis 4 mínútum í fullri meðferð á stofu.
Basískt PH gildi formúlunnar er hannað til þess að umbreyta barkatrefjunum (e.cuticle ) í hárinu en örvar einnig meginlag hársins sem verður til þess að hægt er að tengja saman rofin bönd. K18 Peptíð í formúlunni endurnýjar og endurheimtir styrk og mýkt hársins.
Ein 4 mínútna formeðferð með K18 Mist kemur hárinu í upprunalegt ástand og það verður aftur sterkt, teygjanlegt og mjúkt og ver hárið fyrir næstu meðferð án eyðileggingar hársins.
K18 inniheldur ekki hitavörn og því mikilvægt að nota slík efni ávallt þegar hárið er þurrkað eða slétt eftir meðferð.
Fyrir hverja er K18 Mist?
K18 Mist hentar öllum hárgerðum.
Hvað gerir K18 Mask?
K18 Mask er áhrifarík meðferð fyrir hárgreiðslustofur jafnt og til notkunar í heimahúsum sem ver og endurnýjar skemmt hár á aðeins 4 mínútum. K18 Mask er létt formúla sem borin er í hreint, handklæðaþurrt hár.
Það hefur verið vísindalega sannað að K18 Mask endurnýjar skemmt hár einungis á 4 mínútum.
Fyrir hverja er K18 Mask?
K18 Mask hentar öllum hárgerðum.
Það er alkóhól í formúlunni, er það ekki slæmt fyrir hárið?
Í efnafræði er hugtakið ,,alkóhól“ notað um fjölbreytt lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að formúla innihaldi ,,alkóhól“ í lýsingu þá er það ekki eitt efni. Innihaldsefnin haga sér öll á mismunandi hátt og þjóna mismunandi hlutverkum í formúlunni. Alkóhól getur verið mjög ólíkt í útliti og virkni.
Í K18 eru notað mismunandi alkóhól eftir því hver tilgangurinn er með notkun þeirra.
Denaturent alkóhól er notað vegna þess að það opnar fyrir uppbyggingu keratíns í hárinu og hjálpar við að koma peptíði til eyðilagra hluta hársins.
Isopropyl alkóhól er í afar litlu magni, (u.þ.b. 0,5%) í K18 Mask formúlunni. Það er partur af innihaldsefnunum en er ekki blandað beint í formúluna. Isopropyl vinnur sem leysir í formúlunni svo hún geti blandast saman.
Cetearyl alkóhól er feitt alkóhól með vaxlíkri áferð. Þessi tegund alkóhóls er oft notuð í hárvörur vegna eiginleika þess til þess að slétta og mýkja hárið. Ceterayl inniheldur ekki ethanol og er því notað í vörur sem eru merktar alkóhólfríar.
Benzyl alkóhól er arómatískt alkóhól og er notað í litlu magni, (0,5%) og verkar það eins og rotvarnarefni. Benzyl alkóhól inniheldur ekki ethanol og er því notað í vörur sem eru merktar alkóhólfríar.
Hvernig nota ég K18 Mask?
Skref 1 – Þvoið hárið með sjampói, sleppið hárnæringu.
Skref 2 – Þurrkið hárið vel með handklæði.
Skref 3 – Berið K18 Mask í hárið. Bíðið 4 mínútur. Skolið ekki úr.
Skref 4 – Eftir 4 mínútur má nota hárvörur eftir smekk. Þurrkið hár eða mótið að vild.
Hversu oft nota ég K18 Mask?
K18 Mask er uppbyggjandi meðferð og hannað til þess að nota í 4-6 hárþvotta í röð til þess að byrja með en síðan er gott að nota K18 Mask í þriðja til fjórða hvert skipti sem hárið er þvegið.
Má ég nota K18 Mist heima?
Nei. K18 Mist er aðeins fyrir fagfólk við meðferð á viðurkenndum stofum.
Inniheldur K18 sólarvörn?
Nei, K18 inniheldur ekki sólarvörn.
Verndar K18 hárið fyrir hita?
K18 verndar hárið ekki fyrir hita en K18 lagar hitaskemmdir sem orðið hafa á hárinu.
Er K18 lífrænt?
K18 er ekki lífrænt því að til þess að vera lífræn vara þurfa öll innihaldsefni að vera lífræn. K18 notar bæði lífræn og tilbúin innihaldsefni vegna þess að við forgangsröðum hreinlæti og öryggi. Náttúruleg innihaldsefni eru ekki alltaf örugg.
Hvenær má ég búast við því að sjá árangur?
Strax eftir meðferð er sjáanlegur munur á hárinu.
Þvæst K18 úr hárinu?
Nei, sannað hefur verið að styrkjandi og mýkjandi árangur meðferðarinnar helst í hárinu jafnvel eftir marga hárþvotta. Hinsvegar mun K18 ekki gera hárið þitt ósigranlegt. Notaðu skynsemina í umhirðu hársins.
Á ég að nota K18 Mask sem hárnæringu eða á undan hárnæringu?
K18 Mask má nota í stað hárnæringar þá daga sem þú notar K18 Mask.
Ef þig vantar frekari næringu skal nota hana eftir 4 mínútna bið með K18 Mask í hárinu.
Ekki skola K18 Mask úr.
Má ég blanda K18 Mask við aðrar vörur?
Við mælum gegn því að blanda K18 Mask við aðrar vörur. Eftir 4 mínútur með K18 Mask í hárinu má nota aðrar vörur.
Má ég nota K18 Mask á degi 2?
Nei. Til að tryggja bestan árangur er best að bera K18 Mask í handkæðaþurrt, rakt hár strax eftir hárþvott.
Er K18 Mask borið í þurrt eða blautt hár?
K18 Mask er alltaf borinn í rakt hár sem þurrkað hefur verið vel með handklæði.
Má nota K18 Mask á hverjum degi?
K18 Mask er uppbyggjandi meðferð og þróað til þess að nota við hvern þvott í fyrstu 4-6 skiptin en eftir það í 3. til 4. hverjum þvotti.
Get ég notað of mikið af K18 Mask?
K18 Mask er uppbyggjandi meðferð. Til þess að forðast of mikla notkun skal nota K18 Mask eins og ráðlagt er. Formúlan er þróuð til þess að vera notuð í hverjum þvotti fyrstu 4-6 skiptin og eftir það 3.-4. hvern þvott.
Mun K18 Mask þyngja hárið?
Nei! Formúlan er létt og vinnur innra með hárinu sem gerir hárið létt og lifandi.
Hvað gerist ef ég nota aðrar hárvörur áður en 4 mínútur eru liðnar með
K18 Mask í?
Við mælum með því að nota aðrar hárvörur eftir að 4 minútur eru liðnar til þess að fá bestu útkomuna. Ef aðrar vörur eru notaðar áður en tilskilinn tími er liðinn mun það draga úr virkni K18 Petíðsins og áhrifum þess á hárið.
Afhverju notum við K18 Mask í handklæðaþurrt hár?
Hárið þarf að vera örlítið rakt til þess að K18 Peptíðin nái fullri virki við að örva það. Ef það er of mikið vatn í hárinu nær Peptíðið ekki að tengja saman rofnu böndin inní því.
Afhverju sleppum við hárnæringu?
K18 nær mestum árangri í hreinu og handklæðaþurru hári. Næringar innihalda sílíkon og mýkandi efni sem húða hárið. Það hindrar K18 Peptíðið í því að komast inn í hárið þar sem virkni þess er. Það má nota hárnæringu ef þess þarf eftir að K18 Mask hefur virkað í 4 mínútur í hárinu.
Hvers vegna skolum við ekki K18 Mask úr hárinu?
Við viljum ekki skola K18 Mask úr hárinu því meðferðin vinnur áfram í hárinu.
Eru K18 vörurnar klínískt prófaðar?
Já. K18 Mist og K18 Mask hafa verið klínískt prófaðar og rannsakaðar í áratug.
Sannað hefur verið að K18:
Umturnar hárskaða og bætir ástand þess um allt að 82% eftir eina notkun.
Dregur verulega úr broti í hári og slitnum endum.
Dregur úr dofnun litar í hári.
Endurheimtir náttúrulegan glans.
Örvar djúpt inn í kjarna hársins til þess að tengja saman rofin bönd.
Gjörbreytir hárinu á aðeins 4 mínútum.
Ég sé að hveiti er í innihaldslýsingunni. Má ég nota vörurnar ef ég er með
hveitiofnæmi?
Við mælum með því að viðkomandi ráðfæri sig við lækni áður en meðferð hefst. Ef læknir samþykkir meðferð er ráðlagt að prófa K18 á litlum húðbletti og athuga hvort ofnæmisviðbragða gætir.
Má nota K18 á meðgöngu?
Þrátt fyrir að K18 sé án súlfats, parabena, phthalates, sílíkons, ónáttúrlegra lita, hydróklóríðs og sé vegan, mælum við ávallt með því að ráðfæra sig við lækni.
Hvað með ofnæmi?
K18 inniheldur ekki súlfat, paraben, pthahalates, silíkon, ónáttúrulega liti, hýdróklóríð og
formaldehýð. K18 er vegan og cruelty free. Þrátt fyrir það geta allir verið með eitthvert ofnæmi og því best að fara varlega. Innihaldslýsing er efst í bæklingnum og ráðleggjum við einstaklingum meðofnæmi að fara vel yfir hana. Hægt er að nálgast MSDS skjal.
Hvers vegna er mikilvægt að nota K18 í hreint hár?
Við mælum með því að nota K18 í hreint hár þar sem hárvörur geta innihaldið olíur og silikón sem hindra virkni þess. Í einstaka tilvikum hafa þessi efni
safnast upp og þá gæti verið þörf á því að nota hreinsisjampó til þess að fá bestu útkomuna.
Deila
-
leave-in molecular repair hair mask
Upprunalegt verð Frá 2.090 ISKUpprunalegt verðUnit price / per -
molecular repair hair oil
Upprunalegt verð 14.090 ISKUpprunalegt verðUnit price / per -
PEPTIDE PREP™ detox shampoo
Upprunalegt verð 9.100 ISKUpprunalegt verðUnit price / per -
PEPTIDE PREP™ pH maintenance shampoo
Upprunalegt verð 8.650 ISKUpprunalegt verðUnit price / per