Hvernig á að nota K18 hármaskann?

Hvernig á að nota K18 hármaskann?

K18 er einkaleyfisvarin, tvívirk tveggja skrefa meðferð sem vinnur með sameindum að því að undirbúa, verja og endurbyggja hárið.
K18 umturnar ástandi hársins yfir í heilbrigt ástand á örfáum mínutum.

K18Peptíð™ er einkaleyfisvarið og ber amínósýrur inn í meginlag hársins (e.cortex) til þess að tengja saman brotin bönd og keratínkeðjur. Með því verður hárið eins og nýtt á 4 mínútum. Þessa meðferð má nota strax eftir meðferð sem hefur skaðað hárið og einnig heima til þess að halda hárinu í sínu besta ástandi. K18 gerir allar hártýpur sterkari, mýkri og léttari. K18 Peptíð umbreytir jafnvel verulegum skaða í hári eftir meðferðir og hitaskemmdir í upprunalega ástand hársins sem við þekkjum úr æsku. Sjáanlegur munur eftir eina notkun. K18 gefur árangur sem þvæst ekki úr hárinu. Þessi kraftmikla meðferð verður náttúrulegur partur af hárinu og líkir eftir einstakri uppbyggingu þess og hárið kemst aftur í sitt upprunalega ástand strax eftir meðferð og áfram með reglulegri notkun.

Hvernig á að nota K18 hármaskann?

Skref 1.

Þvoðu hárið með sjampói (Ekki nota hárnæringu)

Skref 2.
Þerraðu hárið með handklæði svo að mesta bleytan fari úr hárinu.

Skref 3.
Byrjaðu á 1 pumpu af maskanum

Skref 4.
Dreifðu úr maskanum jafnt í allt hárið, frá rót til enda.
Ef 1 pumpa af maskanum er ekki nóg, bætið þá við eftir þörfum með 1 pumpu í senn.

Skref 5.
Bíðið í 4 mínútur, þá hefur maskinn náð fullri virkni.
Ekki skola hárið!

Skref 6.
Mótaðu hárið að vild, með þeim tækjum og efnum sem þú notar venjulega.

Back to blog